Bakkagata 8
Gistiheimili á Kópaskeri.
Eignin er hluti af stærri byggingu sem hýsir m.a. verslunina Skerjakollu, útibú Landsbanka og skrifstofur í eigu Norðurþings eru samliggjandi á efri hæð.
Skráð sem gistihús og hefur undanfarin ár aðallega verið notuð sem gistiaðstaða fyrir starfsmenn Fjallalambs Hf.
Á neðri hæð er anddyri, fjögur herbergi misjöfn að stærð, dúkur á gólfum tveggja þeirra en neðri hæð að öðru leyti með flísalögðu gólfi. Handlaugar inná herbergjum og sameiginlegt baðherbergi við enda gangs.
Á efri hæð er eldhús/setustofa ásamt fjórum herbergjum af misjafnri stærð. Handlaugar eru inná herbergjum og sameiginlegt baðherbergi við enda gangs. Herbergi með parketlögðu gólfi, önnur rými með flísum á gólfi.
Í kjallara er geymsla og þvottaaðstaða.
Af 15 gluggum eru 8 nýlegir plastgluggar, 7 eldri timburgluggar. Innihurðar hafa flestar verið endurnýjaðar síðustu ár ásamt loftaefni í nokkrum herbergjum, rafmagnstafla er nýleg en að öðru leyti má gistiheimilið við nokkurri andlitslyftingu að utan sem innan.
Eignin verður seld með leigusamningi við núverandi eiganda sem nær yfir allt gistirými í september og október á hverju ári.
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.