Eyjafjarðarbraut 0
Mjög gott T-skýli á Akureyrarflugvelli, stærð er 85m. Á vegg í miðrými er hvít eldhúsinnrétting með skolvaska. Málað gólf, til staðar eru lagnir fyrir salerni ásamt uppsettri salernisskál.
Malbikuð lóð allt í kring, aðgengi um læst hlið í samræmi við reglur ISAVIA, sem tryggir öryggi á svæðinu, hurðir eru rennihurðir sem opnast til beggja átta.
Breidd við hurð er 12,0 m., lengd er 10,5, breidd innst er 5,0 m.
Gott flugskýli sem er til afhendingar fljótlega.
Þetta er flott tækifæri fyrir aðila sem vill eiga sitt eigið skýli, láttu drauminn rætast!
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.