Grundargata 6
Afskaplega sjarmerandi einbýlishús á Dalvík – byggt árið 1930 þar sem tíminn fær að njóta sín
Einstakt tækifæri fyrir þá sem kunna að meta hlýlegt yfirbragð, sögulegan karakter og tímalausa hönnun. Þetta fallega steinhús stendur á rólegum og eftirsóttum stað á Dalvík og hefur fengið að njóta sín í gegn um árin. Húsið er byggt árið 1930 og verið viðhaldið þannig að upprunalegur stíll og sál húsins eru virt.
Þetta er heimili sem sameinar gamla byggingarlist, notagildi og fallega staðsetningu á einstakan hátt. Tilvalið fyrir þá sem vilja lifa í umhverfi sem er bæði sjarmerandi og sögulega ríkt.
Skipulag hússins:
Neðri hæð:
Forstofa, hol, eldhús, salerni og tvær stofur. Hægt er að ganga út úr stofu á steypta og að hluta hellulagða verönd. Gólf eru steypt og máluð sem eykur enn á heildarásýnd þess.
Efri hæð:
Tvö til þrjú svefnherbergi og rúmgott hol. Í herbergjum eru viðarborð á gólfum, dúkur á holi og í rými sem hýsir bæði sturtu og þvottavél.
Lóð og umhverfi:
Á lóðinni stendur gamall skúr sem með nokkrum lagfæringum getur nýst á margvíslegan hátt – hvort sem er sem geymsla, vinnuaðstaða eða jafnvel lítið gestahús. Útsýni frá húsinu er einstaklega fallegt.
- Ýmis endurbætur og viðhald sem vert er að nefna:
- Allir gluggar hússins hafa verið endurnýjaðir
- Þak var endurnýjað fyrir nokkrum árum
- Nýtt kaltvatnsinntak
- Endurnýjaðar lagnir frá eldhúsi og í bað
- Opnað hefur verið á milli eldhúss og stofu – fjarlægður veggur sem áður skildi að rýmin og húsið þannig opnað og gert bjartara
- Stór lóð
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.