Höfðabyggð 0
Mjög fallegur 42m2 sumarbústaður í Lundsskógi, Fnjóskadal. Bústaðurinn stendur á gróinni 1ha. leigulóð (10.000m2) með fallegu útsýni til allra átta.
Húsið skiptist í stofu, eldhús, svefnherbergi og bað, svefnloft er yfir hluta hússins.
Góð innrétting í eldhúsi, hvít með ljósgráum bekkjum, keramik helluborð og ofn.
Á gólfum í stofu, eldhúsi og svefnherbergi eru viðarborð.
Baðherbergi er með ljósum dúk á gólfi, sturtuklefa, hvítum hreinlætistækjum, handlaug ofan á hvítum skáp og salerni.
Ljóst parket er á gólfi á rislofti.
Við húsið er stór og góð verönd með skjólveggjum, heitur pottur og útisturta ásamt geymsluskúr, einnig er geymsla sambyggð við austurhlið hússins.
- Frábært útsýni
- Hitaveita
- Ljósleiðari
- Örstutt í sundlaug að Illugastöðum
- Stutt að fara til að skoða margar af helstu náttúruperlum Norðurlands, s.s. Mývatnssveit, Dettifoss, Goðafoss, og margar fleiri.
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.