Lækjargata 14
Lækjargata 14, Akureyri
Glæsilegt einbýlishús með stórkostlegu útsýni. Mikið endurnýjað einbýlishús á eignarlóð í rólegu hverfi í innbæ Akureyrar. Húsið er 186 m² að stærð, fjögurra herbergja með tveimur baðherbergjum, og staðsett þar sem eitt fegursta útsýni bæjarins er – yfir innbæinn með fallegri fjalla- og sjávarsýn. Lóðin er að mestu frágengin með hellulögn og stórri, nýlagðri snjóbræðslu í tvöföldu bílaplani og hellulögn með snjóbræðslu sem liggur að heitapotti og fallegu gróðurhúsi, sem er nýtt sem glerstofa og auka rými fyrir samverustundir.
Efri hæð
Efri hæðin er að stærstum hluta kláruð og tilbúin. Þar má finna:
• Nýtt eldhús með vönduðum innréttingum
• Bjarta og rúmgóða stofu með stórum gluggum, svalarhurð og glæsilegu útsýni
• Kamínu
• Endurnýjað baðherbergi að hluta, með nýjum flísum á gólfi, innréttingu, blöndunartækjum og vaski
Áður var gengið beint inn á efri hæð frá austanverðu, en í dag er aðkoma um neðri hæð og innri stiga upp á efri hæð.
Búið er að undirbúa svalir á austurhlið, sem fara yfir núverandi tröppur utandyra og myndu bæta ásýnd hússins og veita frábært útsýni frá efri hæð.
Að auki fylgir eigninni veglegt gróðurhús sem nýtist sem glerstofa, vinnuaðstaða eða fjölnota rými fyrir samverustundir í garðinum. Fallegur skógur og mikill gróður umlykur húsið og veitir mikið næði.
Neðri hæð
Neðri hæðin er að hluta til ófullkláruð en með mikla möguleika. Búið er að undirbúa gólfhita í baðherbergi, allar lagnir eru tilbúnar, og wc, sturta og frístandandi baðkar eru klár til uppsetningar og fylgja með húsinu.
Hjónaherbergið er fyrirhugað á neðri hæð með gólfhita og allt tilbúið til uppsetningar. Glæsileg hvít frönsk glerhurð fylgir með og á að setja í hjónaherbergið, sem snýr að norðurhlið hússins.
Sjónvarpsherbergi og svefnherbergi eru parketlögð og nánast fullkláruð. Aðgengi að lóð er mjög gott frá neðri hæð. Nýjar hurðir eru komnar á neðri hæð, bæði úti- og innihurðir.
Helstu framkvæmdir sem þegar hafa verið kláraðar
• Nýtt rafmagn er komið í nánast allt húsið og rafmagnstafla fyrir hvora hæð
• Nýtt hitakerfi og ofnar
• Nýtt vatnsinntak, bæði fyrir heitt og kalt vatn
• Nýtt frárennslis- og skólpkerfi undir öllu húsinu að götu
• Drenað í kringum allt húsið
Steypt var undir húsið að aftan til að styrkja stöðu þess eftir að búið var að drena
• Nýlegt þak og þakrennur – nýjar rennur eru komnar að mestu, en rennur á vesturhlið hússins fylgja með og þarf að setja upp
• Allir gluggar eru nýlegir og nýjar útihurðir eru í húsinu. Einnig fylgir ný hurð sem á að setja á vesturhlið
• Snjóbræðsla í bílaplani og stéttum allt í kringum húsið, nema að vestanverðu. Hellur sem ætlaðar eru þar fylgja með
• Heitur pottur í skjólgóðum og fallegum garði
• Garður hellulagður og tekinn í gegn, með skjólvegg, vönduðum palli fyrir húsgögn og beðum í hlíðinni úr vönduðu timbri
• Nýtt 15 m² garðhús sem er nýtt sem auka stofa – húsið er þar með í raun rúmlega 200 m²
Lækjargata 14 er vel staðsett, ævintýralegt einbýlishús þar sem flestum kostnaðarsömustu framkvæmdum er lokið. Efri hæðin er nær tilbúin og neðri hæðin hálfkláruð, en tvö herbergi eru klár undir tréverk. Með stórkostlegu útsýni og rólegu umhverfi er þetta sjaldgæft tækifæri til að eignast einbýli á lágu verði í einu fallegasta hverfi Akureyrar.
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.