Lindasíða 4
Rúmgóð og þægileg 67,7 m² íbúð í Lindasíðu með aðgengi að félagsstarfi eldri borgara. Íbúðin er sérstaklega ætluð fyrir einstaklinga 55 ára og eldri og hentar vel fyrir þá sem vilja sameina sjálfstæða búsetu og félagslegt umhverfi. Eignin er í góðu ástandi og býður upp á björt og þægileg rými. Í eigninni er eitt svefnherbergi og geymsla er inn í eign. Hægt er að labba út á lítin garðskála sem leiða svo út á svalir.
Rými eignar:
- Stofan er björt og tengist eldhúsi og borðkrók.
- Eldhúsið er vel skipulagt með nægilegu skápaplássi og borðaðstöðu. Gengið er inn á lítin garðskála frá eldhúsi, og þaðan er hægt að fara á svalir.
- Svefnherbergið er rúmgott með góðu skápaplássi.
- Baðherbergið er flísalagt og með mjög góðu plássi í sturtu. Hentar vel fyrir eldra fólk.
- Garðskáli út frá eldhúsi og frá garðskála er hægt að fara út á svalir.
- Forstofan er með góðu plássi fyrir fatahengi.
- Geymsla er inn í íbúð
Sérstaða eignar:
- Íbúðin er tengd með glergöngum við þjónustu- og félagsaðstöðu þar sem boðið er upp á samveru, líkamsrækt og fjölbreytt félagsstarf fyrir eldra fólk.
- Hentar sérstaklega vel fyrir þá sem vilja lifa sjálfstæðu lífi en njóta um leið nálægðar við samfélag og þjónustu.
- Húsið er byggt árið 1993.
Upplýsingar:
- Stærð íbúðar: 67,7 m²
- Herbergi: 2, þar af 1 svefnherbergi, 1 geymsla
- Húsgerð: Fjölbýlishús
Staðsetning:
Lindasíða er í Síðuhverfi sem er rólegt og vinsælt hverfi á Akureyri. Sérstaklega hentug staðsetning fyrir eldri borgara sem vilja hafa nálægð við samfélag, öryggi og fjölbreytta þjónustu.
Þetta er tilvalin eign fyrir þá sem vilja lifa þægilegu og öruggu lífi með góðu félagslegu umhverfi.
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.