Lynghraun 1
Fasteignasala Akureyrar s. 460-5151, [email protected]
Mikið endurbyggt 85m2 einbýlishús á einni hæð í Mývatnssveit, skv. uppl. eiganda er heimild til stækkunar á húsinu um ca. 20-25m2.
Forstofa: Ljósar flísar, fatahengi. Inn af forstofu er rými þar sem hitaveitugreind er.
Gangur, stofa og öll þrjú svefnherbergin eru með nýlegu ljósu parketi (hvíttuð eik) eru með parketi á gólfi.
Eldhús: Nýlegt ljóst parket (hvíttuð eik) á gólfi, nýleg innrétting með ljósum hurðum og skúffuforstykkjum, límtrésborðplata.
Baðherbergi er með ljósum flísum á gólfi og veggjum, sturtuklefi með glervegg, hvít hreinlætistæki, handlaug og vegghengt salerni, hvít innrétting.
Svefnherbergi eru þrjú, ljóst nýlegt parket á gólfi í þeim öllum, góður fataskápur í hjónaherbergi.
Nýlega byggður sólpallur úr timbri með góðum skjólveggjum er við húsið ásamt heitum potti.
Húsið stendur á hornlóð, byrjað er að hanna viðbyggingu við húsið að norðan. Ástand glugga er misjafnt, sums staðar þarf að fara að huga að nýjum/gleri.
Húsið hefur verið mjög mikið endurnýjað, m.a. innihurðir, gólfefni, eldhús og bað auk þess sem nýr sólpallur hefur verið byggður, utanhúsklæðning er úr asbesti.
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.