Skarðshlíð 17
Endurbótaperla á frábærum stað – 4 herbergja 173,6m2 sérhæð með bílskúr
Sérhæð með mikla möguleika – miðsvæðis í Þorpinu!
Rúmgott heimili með karakter og möguleikum!
Í hjarta Þorpsins er nú í boði rúmgóð sérhæð á stærð við góða fjölskyldueign – eldri eign með sál, sem bíður rétta aðilans til að blása í hana nýju lífi.
Eignin samanstendur af:
- 4 svefnherbergjum
- 1 baðherbergi
Stórri og bjartri stofu
- Eldhúsi með möguleikum
- Sér bílskúr
- Stórri, grónni lóð
Nánari lýsing:
stigi upp á efri hæð er teppalagður, það er orðið lélegt, undir stiga er geymsla. Á jarðhæð er sérþvottahús, málað gólf.
Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi, gólfdúkur á þeim öllum, ágætir skápar í hjónaherbergi, annars lausir skápar.
Baðherbergi er hvítri innréttingu, ljósar flísar á veggjum (aðeins farnar að losna), dúkflísar á gólfi, hreinlæstistæki eru hvít, baðkar, handlaug og salerni.
Eldhús: Innrétting hvítt plast/beyki, (ekki upphafleg), ljós dúkur á gólfi, gráar borðplötur, nýlegur ofn (aldrei notaður) keramik helluborð.
Stofa: Parket á gólfi, lítilsháttar sig er í hluta gólfs.
Staðsetningin er frábær – miðsvæðis í bænum, í göngufæri við verslanir, þjónustu, skóla og leiksvæði. Hentar sérstaklega vel fyrir fjölskyldur eða framkvæmdaaðila sem vilja nýta tækifærið og breyta eigninni í sitt draumaheimili.
Eign sem þarfnast nokkurra endurbóta – en með miklu uppbyggingargildi og fallegum möguleikum, í húsinu eru engin sameiginleg rými.
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.