Smárahlíð 16
Falleg 83,3 m² þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi í Smárahlið 16 á Akureyri. Íbúðin er staðsett í fjölskylduvænu hverfi og í göngufæri við skóla og leikskóla, sólpallur og aðgangur að sameiginlegum garði. Stutt er einnig í læknaþjónustu. Hentar vel fyrir fjölskyldur sem vilja búa í rólegu umhverfi með stutt í flesta þjónustu. Þvottahúsið er innan eignar.
Rými eignar:
- Stofan er björt og rúmgóð. Gengið er út á sólpall frá stofu.
- Eldhúsið er gott rými með góðu skápaplássi. Gengið er inn í þvottarými frá eldhúsi.
- Svefnherbergin eru tvö.
- Þvottarými er innan eignar, getur einnig verið nýtt sem geymsla.
- Baðherbergið er rúmgott með sturtu.
- Forstofan er með plássi fyrir skáp.
Eignarlýsing:
- Stærð íbúðar: 83,3 m²
- Herbergi: 2 svefnherbergi + þvottahús
- Byggingarár: 1979
- Hæð: Íbúðin er á 1. hæð.
- Svalir/verönd: Útgengi á sólpall og sameiginlegan garð frá íbúð.
- Gluggar/gler: Í góðu ástandi.
Annað:
- Sameiginlegur garður sem nýtist vel til útiveru.
- Íbúðin er hluti af fjölbýlishúsi sem er vel staðsett í grónu og rólegu hverfi.
- Stutt í skóla, leikskóla og HSN
- Góð eign fyrir fjölskyldur eða fyrstu kaupendur sem vilja þægilega íbúð með útiaðstöðu.
Staðsetning:
Smárahlíð er í vinsælu og rólegu íbúðarhverfi í 603 Akureyri. Stutt er í leik- og grunnskóla, verslanir og læknaþjónustu. Kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur og fyrstu kaupendur.
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.