Fasteignasala Akureyrar,
Einkasala
Hafnarstræti 33, 1. Hæð
Mjög mikið endurnýjuð fjögurra herbergja íbúð, m.a. búið að einangra og klæða útveggi að innan, vatnslagnir og raflagnir, ofnar og ofnalagnir og endurnýja gólfefni, innréttingar o.fl.
Forstofa: Ljósbrúnar flísar á gólfi, fatahengi. Stofa, eldhús og þrjú svefnherbergi eru með ljósu plastparketi.
Í eldhúsi er hvítsprautuð innrétting með gráum borðplötum, milli efri og neðri skápa eru ljósar flísar, í eldhúsi er keramik helluborð og ofn.
Svefnherbergi eru þrjú, í hjónaherbergi er kirsuberjalitur skápur.
Baðherbergi er með ljósum dúk á gólfi og veggjum að hluta, hvít hreinlætistæki, baðkar, handlaug og salerni.
Inn af eldhúsi er sameign, stigi frá kjallara og upp á 2. hæð, í kjallara eru tvö herbergi sem tilheyra íbúðinni, annað rúmgott og hitt er ágæt geymsla.
Þak var endurnýjað árið 2005.
Gluggar og gler eru léleg og skipta þarf um um/lagfæra þak á viðbyggingu, einnig er þörf á að setja við húsið drenlögn.
Allar frekari upplýsingar veita
Arnar 773 5100 [email protected]
Friðrik 773 5115 [email protected]
Svala 663 5260 [email protected]