Fasteignasala Akureyrar,
Einstök eign til sölu á einum fallegasta stað landsins. Birkiland 14 Skútustaðarhreppi.
Stórglæsilegt einbýlishús á frábærum stað rétt hjá Grjótagjá í Mývatnssveit.
Húsið er 320 m2 á þremur hæðum auk 37,9 m2 gestahúss.
Lýsing: Aðalhæð skiptist í eldhús, borðstofu, arinstofu, hjónaherbergi með sér baðherbergi inn af, gestasnyrtingu og vinnuherbergi.
Eldhús er með sérsmíðaðri eikarinnréttingu frá Brúnás með eyju, gott vinnusvæði, öll tæki eru Gorenje háfur, gaseldavél, innbyggð kaffivél, ofn, uppþvottavél og ísskápur, á gólfi eru leirbrúnar flísar.
Arinstofa með kamínu á gólfi, þar er plastparket, þaðan er gengið upp hringstiga upp í útsýnisturn, þaðan er útsýni yfir alla sveitina, á gólfi er plastparket.
Hjónaherbergi er með stórum fataskáp með spónlögðum eikarhurðum, á gólfi er plastparket, inn af herberginu er sérbaðherbergi með sturtu og baðkari, hvítar flísar á veggjum og ljósgráar flísar á gólfi, innréttingar eru með spónlögðum eikarhurðum og spegill á efri skápum. Úr hjónaherbergi er hægt að ganga út á svalir.
Borðstofa er rúmgóð, á gólfi eru leirbrúnar flísar, úr borðstofu er tvöföld rennihurð út á svalir.
Vinnuherbergi er inn af borðstofu, þar er leirbrúnar flísar.
Gestasnyrting er með spónlagðri eikarinnréttingu, á veggjum eru hvítar flísar og ljósgráar flísar á gólfi.
Geymsla með gráum hillum, á gólfi eru leirbrúnar flísar.
Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi með sérsnyrtingu, stórt hol, baðhús, tækjageymsla og þvottahús.
Stærra svefnherbergið er mjög rúmgott með sérsnyrtingu, á gólfi eru leirbrúnar flísar og veggir málaðir.
Minna svefnherbergið er með sérsnyrtingu, á gólfi eru leirbrúnar flísar og veggir málaðir
Hol er rúmgott með leirbrúnum flísum á gólfi, úr holi er gengið út á stóran pall með heitum potti og grillaðstöðu og gufubaði. Pallurinn er að hluta til hellulagður og að hluta til úr timbri.
Þvottahús er með hvítri innréttingu með skolvaska, á gólfi eru ljósgráar flísar.
Tækjageymsla er með stórri lyftihurð, á gólfi eru gráar flísar, aðgerðaborð og þvottaaðsstaða.
Baðhús er mjög rúmgott með tveimur sturtum og snyrtingu, á veggjum eru hvítar flísar og ljósgráar flísar á gólfi.
Stiginn milli hæða er með handriði úr riðfríu stáli og „kókosteppi“.
Húsið er í grunninn steypt, þ.e. kjallarinn og miðjan í húsinu ásamt útsýnisturni en jarðhæðin er byggð úr timburgrind, einangruð með steinull og klædd að utan með CanExel klæðningu, svalir í kringum húsið og brúin að húsinu er steinsteypt mynstursteypa með snjóbræðslulögn.
Gestahús er timburhús klætt með CanExel klæðningu.
39,7 m2 að stærð, á neðri hæð er eldhús, stofa og baðherbergi og á efri hæð er svefnloft.
Eldhús er með hvítri innréttingu með ljósri borðplötu, lítið helluborð.
Baðherbergi er með sturtu, hvítum flísum á veggjum og gráum flísum á gólfi.
Svefnloft er rúmgott með tvöföldu rúmi, á gólfi er plastparket.
Nánar:
Húsið er einkar glæsilegt á frábærum stað í náttúrulegu umhverfi með tilkomumikið útsýni til allra átta.
Húsið er á leigulóð og er lóðarleiga um 200 þúsund á ári.
Ljósleiðari og þráðlaust net.
Í húsinu er gólfhiti í öllum gólfum.
Lóðin er afgirt 8351 m2
Klæðning utan á hæðinni er viðhaldsfrí
Ál-tré gluggar frá Trésmiðjunni Berki eru í húsinu og gestahúsi
Handrið á svölum kringum húsið er úr plasti og er viðhaldsfrítt.
Innfelld lýsing er í öllu húsinu.
Allar frekari upplýsingar veita
Arnar 773 5100 [email protected]
Friðrik 773 5115 [email protected]
Svala 663 5260 [email protected]