Þórunnarstræti 128

1951

600

169.2
78,900,000 kr.
169.2 m²
6

Þórunnarstræti 128

Útsýnið með gula gúmmihanska við uppvaskið verður ekki stórfenglegra yfir Eyjafjörðinn!
Einstakt tækifæri til að eignast rúmgóða og vel staðsetta íbúð á tveimur hæðum í fjölbýlishúsi við Þórunnarstræti 128 á Akureyri. Eignin býður upp á fjölbreytta möguleika og hentar vel fyrir stórar fjölskyldur, sambýli eða aðra sem þurfa mikið svefnpláss. Á efstu hæðinni er mjög rúmgott svefnherbergi og aukarými sem nýtist vel til geymslu eða annarrar aðstöðu.

Rými eignar:

  • Stofa/Borðstofa eru stór og björt rými. Borðstofa er tengd eldhúsinu og stofu.
  • Í eldhúsinu er góð aðstaða til matargerðar með góðu skápaplássi.
  • Samtals eru 5 svefnherbergi, þar af eitt á efri hæð ásamt aukaopnu rými.
  • Baðherbergið er rúmgott rými með möguleikum til endurnýjunar.
  • Sameiginlegt þvottahús í kjallara.
  • Samtals stærð: 169,2 m²
  • Byggt úr steinsteypu árið 1951.
  • Gengið er út á svalir úr hjónaherbergi.

Staðsetning:
Þórunnarstræti er vel staðsett í rólegu og vinsælu íbúðarhverfi á Akureyri, í göngufæri frá Glerártorgi og miðbænum. Leikskóli er við hliðina á húsinu.
 

Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar  773 5100  [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Hafðu samband í dag...

... það er frítt!

Fáðu verðmat...

... það er frítt!