Einstaklega fallegt og vandað einbýlishús með innbyggðum bílskúr við Fossaland 5, á fallegum stað á móti Akureyri. Húsið sem er skráð skv fmr. 169,5m2, en þar er timbur stigi upp á loft 21,5m2 sem er opið niður í stofu stúkað af með gleri , en þar hefur verið úbúið herbergi og salernisaðstaða.( Ekki inní heildarfermetrum hússins). Glæsilegt útsýni, stórir gluggar og skjólgóður pallur.
Arkitekt að húsinu er Fanney Hauksdóttir.
Innréttingar og innihurðir: Hurðir og skápur í forstofu er spónlagt með Mahony, en rennihurð sem stúkar af sjónvarpsrými spónlögð með Hlyn, Eldhúsinnrétting og fataskápur í herbergi er með spónlögðum Hlyn, baðinnrétting sprautulökkuð ljósum lit.
Gólfefni: Hnotuparket og flísar.
Nánari lýsing:Forstofa: Með flísum á gólfi og fataskáp, stór gluggi er í forstofu.
Stofa/Borðstofa: Stofan er björt , hátt er til lofts, stórir gluggar og glæsilegt útsýni, parket er á gólfi og falleg kamina. Útgengt er á verönd frá borðstofunni.
Sjónvarpsrými er rúmgott með parketi á gólfi, hægt að loka milli stofu og sjonvarpsrýmis með rennihurð sem er Spónlögð ljósum Hlyn.
Eldhús: í eldhúsinu er sérsmíðuð innrétting spónlög með Hlyn. Parket er á gólfum, gashelluborð, ofninn er í vinnuhæð, innbyggður ísskápur og uppþvottavél. mjög fallegt útsýni og eldhúsborð er við glugga.
Baðherbergi: Er með flísum veggjum og á gólfi. Ljós innrétting, upphengt salerni. Baðkar með sturtuaðstöðu, gluggi er þar.
Svefnherbergi: Með góðum fataskápum sem eru spónlagðir með Hlyn. Parket á gólfum.
Þvottaherbergi: Er rúmgott með flísum á gólfi, ljósri innréttingu sem er með góðu skápaplássi. Útgengt er út í garð.
Bílskúr: Innangengt er í bílskúr, sem er mjög rúmgóður hátt til lofts og skráður 38,3m2 og er með heitu og köldu vatni, rafmagnshurðaopnara, og gólfsíðum glugga, einnig er geymsluloft sem er 13,6m2.
Efri hæð:Stigi er úr stofu upp á efri hæð sem er opin niður í stofu, rúmgott rými sem gefur mikla möguleika.
Herbergi með teppflísum á gólfi.
Gestasalerni innaf herbergi er með veggfóðri og harðparket á gólfi.
Annað:
- Gólfhiti
- Loftskiptakerfi
- Hitalögn í hluta af plani og stéttum sem er ótengt.
- Sólstopp gler í hluta af gluggum.
- Mahony viður í hurðum og gluggum.
- Sedrus viður og flísar eru utan á húsinu.
- Allur frágngur mjög vandaður
- Eignin er í einkasölu á Fasteignasölu Akureyrar
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]