Einbýlishús á vinsælum stað í bænum
Lýsing: Um er að ræða 199,3m2 einbýlishús, kjallari er undir hluta hússins en ekki full lofthæð.
Forstofa: Ljósar flísar á gólfi, fatahengi.
Stofa, alrými og borðstofa: Ljóst parket (hvíttuð eik) , búið að rétta af gólfhalla með timburgólfi.
Sólstofa: Gráar flísar, gler að einhverju leyti orðið lélegt og víðar í húsinu er gler orðið lélegt en karmar virðast vera í ágætu ástandi. (Garðskúr og svartur veggskápur í stofu fylgja ekki)
Svefnherbergi: Þau eru þrjú, ljóst parket á þeim öllum, fataskápar í öllum herbergjum.
Eldhús: Gráar flísar á gólfi, eldhúsinnrétting yfirfarin og endurnýjuð/lökkuð að hluta.
Baðherbergi: Allt nýlega upptekið, gráar flísar á gólfi og veggjum, sturtuklefi, dökk spónlögð innrétting með hvítri handlaug, speglar framan á efri skápum.
Kjallari: Þvottahús með máluðu gólfi, inn af því er lítið herb. ca. 6m2, parket á gólfi.
Inn af þvottahúsi eru einnig geymslur, fremur lítil lofthæð, ljóst parket á gólfi að hluta og málað gólf að hluta.
Gler er orðið lélegt víða, laus fög í gluggum þarf að endurnýja innan fárra ára. Að sögn eigenda er þak talið mjög lélegt og þarfnast viðgerðar.
· Rafmagnstafla var endurnýjuð fyrir nokkrum árum
· Inntök fyrir heitt og kalt vatn og rafmagn hafa nýlega verið endurnýjuð
· Frárennsli var endurnýjað fyrir nokkrum árum
· Nýjar ofnalagnir og flestir ofnar hafa einnig verið endurnýjaðir
· Sólpallur ca. 70m2 með heitum potti
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]