Láfsgerði – lýsing Tvö sumarhús / heilsárshús.
58,2 m2 Sumarhús / heilsárshús. Húsið kom á staðinn 2017.
Húsið skipist í tvær íbúðir, hvor með sér inngang.
Gluggar til suðurs og norðurs – gott útsýni norður Reykjadal – Aðaldal.
Íbúð að vestan:
Tvö herbergi bæði með tvíbreiðum rúmum, gisting fyrir 4.
Eldhús með hvítri innréttingu góð eldunaraðstaða.
Eldhúsborð og stólar f. 4.
Baðherbergi með sturtu, vinildúkur á gólfi.
Gisting fyrir fjóra.
Íbúð að austan:
Herbergi /eldhús og baðherbergi.
Tvíbreitt rúm, eldhúsborð og stólar f. 2
Eldhús með hvítri innréttingu góð eldunaraðstaða.
Baðherbergi með sturtu, vinildúkur á gólfi.
Gisting fyrir tvo.
Sumarhús/ heilsárshús 43,2 m2, byggt 2011-12
Forstofa, baðherbergi, herbergi og stofa/eldhús – geymslu skúr.
Flísar á öllum gólfum – gólfhiti.
Herbergi, tvíbreitt rúm.
Baðherbergi með sturtu, flísar á gólfi og veggjum.
Stofa/eldhús með góðri innréttingu, stofan með frábæru útsýni yfir sveitina.
Loft panelklædd.
Steyptur kjallari, með salerni, þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi – svefnrými ef vill.
Úr stofu er gengið út á góðan pall til suðurs, heitur pottur og góður 8 m2 geymsluskúr sem er vel einangraður, rafmagn er í skúrnum en ekki hitaveita.
Nánari lýsing:
Ytra húsið – og það sem er yngra á staðnum – þótt það sé eldri bygging:
Var upprunalega skólastofa sem hýsti Stýrimannskólann á Dalvík og síðar leikskólann þar. Við keyptum það og fluttum á staðinn þar sem það var lagfært og innréttað í tvær íbúðir.
Önnur er lítil fyrir 4 gesti en hin rúmgóð fyrir 2 gesti.
Góðir útleigumöguleikar.
Húsið stendur á þjöppuðum grunni og steyptum stöplum.
Flott útsýni.
Góður sólpallur er við bæði húsin.
Útsýni mjög gott – einkum til norðurs og kvöldsólin dásamleg.
Láfsgerði er í Þingeyjarsveit, Reykjadal S.-Þing., um 3 km norðan við Laugar og nærri gatnamótunum þar sem vegir liggja til Akureyrar, Húsavíkur og Austurlands
Lóðin er eignarlóð – stærð 4.242m2
Möguleikar á að skipta henni í t.d. 4 hluta og hægt að byggja meira.
Ljósleiðari síðan 2017
Hitaveita – vatn leitt frá Laugum
Kalt vatn – úr einkaveitu
Varmaskipti á hitakerfi húsanna – ofnar og gólfhitakerfi varin gegn frostskemmdum
Staðsetning frábær með tilliti til vinsælustu áfangastaða ferðamanna á Norðurlandi;
5 mín. akstur að Goðafossi
20 mín. akstur upp í Mývatnssveit
90 mín. akstur að Dettifossi
40 mín. akstur til Akureyrar
25 mín. akstur til Húsavíkur – höfuðstaður hvalaskoðunar og nú fræg fyrir fleira
60 mín. akstur að Ásbyrgi
Auðvelt að fara „Dettifosshring“ í dagsferð frá Láfsgerði
Dagsferð í Öskju og Herðubreið er jafn auðveld
Dagsferðir til Akureyrar, Siglufjarðar og Skagafjarðar...
Jarðböðin í Mývatnssveit og Sjóböðin á Húsavík í þægilegri fjarlægð
Egilsstaðir í 2 klst akstursfjarlægð og þar eru böðin Vök
Á vetrum eru góð svæði fyrir skíðagöngu og vinsæl vélsleðasvæði innan seilingar
Í Reykjadal er góð þjónusta, s.s. verslun, banki, pósthús, veitingastaður, skóli, sundlaug og góð íþróttaaðstaða.
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.