Eigandi skoðar skipti á eign á Akureyri og getur mögulega tekið eitthvað upp í kaupverðiðBlessuð sértu sveitin mín!
233,2 m2 íbúðarhús á tveimur hæðum, 237,8m2, fjárhús, 116,2m2 hlaða og 86,4m2 braggi/gróðurhús.
Hús á jörðinni eru samtals 673m2 sem bjóða upp á mikla möguleika.
Engimýri Öxnadal
Spennandi tækifæri til að gera eitthvað sniðugt, íbúðarhús með útihúsum, sumarverustaður, einhvers konar atvinnurekstur, íbúðarhúsið hefur verið í mikilli uppbygginguferli, búið eða langt komin margs konar undirbúningsvinna, s.s. lagnir fyrir heitt vatn í gólfi, raflagnir, vatnslagnir innan- og utanhúss, eftir að klára ýmislegt og mestur fínni frágangur er eftir.
Útihús, hlaða, fjárhús og gróðurhús bjóða upp á margs konar nýtingarmöguleika og rétt við hliðina er gistihús í rekstri.
Lýsing efri hæð:
Á efri hæð vantar öll gólfefni, búið að setja hitalagnir í gólf að mestu leiti, og grófslétta, eftir að "flota" endanlega.
Eldhús, þar eru ljóssprautaðir neðri skápar og brúnar borðplötur, búið að einangra loft og bæta við miklu af rafmagnsdósum fyrir ljós.
Stofa og þrjú herbergi á efri hæð, búið að grófflota gólf, einangra loft og leggja mikið magn rafmagnsdósa í loft og veggi.
Aukainngangur er við suðvesturhorn hússins. Búið er að einangra og leggja drenlagnir.
Baðherbergi efri hæð: Þar er búið að leggja allar lagnir, hlaða veggi og breyta þeim, búið að hengja salerni á vegg, annað óklárað.
Neðri hæð: þar eru baðherbergi, eitt stórt og gott vinnuherbergi, annað minna og tvær geymslur, engin gólfefni eru á neðri hæð utan baðherbergi er með ljósum flísum á gólfi og veggjum, þar er sturta, vantar gólfefni í botninn á henni, hvít innrétting og tæki, handlaug, salerni og baðkar sem er ótengt. Önnur rými eru án gólfefna, góðar geymslur eru í kjallara. Bakdyrainngangur er á suður/austurhlið hússins.
Víða eru innstungur fyrir útiljós í gluggakörmum að innanverðu.
Búið að endurnýja öll inntök fyrir heitt-, kalt vatn og rafmagn.
Salernislagnir innan- og utanhúss hafa einnig verið endurnýjað.
Parket, innihurðir og ýmiskonar byggingarefni að einhverju leyti fylgja með í kaupunum.
Útihús: Fjárhús og hlaða bjóða upp á ýmiskonar nýtingarmöguleika en þarfnast viðhalds, m.a. þak.
Gróðurhús er tengt við hita í gólfi.
Gler og gluggar eru almennt í ágætu ástandi.
Búið að einangra upp í öll loft í íbúðarhúsinu.
Landsstærð er 1,75ha.
Ljósleiðari og 3 fasa rafmagn.
20-25 mín. Akstur til Akureyrar.
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.