Afar glæsilegt 203,5m2 einbýlishús á einni hæð á einum flottasta staðnum í Reykjahlíð. Útsýni frá húsinu er óviðjafnanlegt yfir víðáttur sveitarinnar og friðsæld einstök, þar sem húsið stendur í útjaðri byggðar í þessari paradís Norðursins sem Mývatnssveit er. Húsið er timburhús með liggjandi bárujárnsklæðningu. Gólfefni ýmist ljóst Pergóharðparket eða flísar
Húsið skiptist í íbúðarhluta sem er 151,4m2 og stóran bílskúr, 52,1m2 sem er flísalagður á gólfi, auk þessa að rúma bíla er þar mjög gott vinnupláss með góðri innréttingu og miklu borðplássi. Samræmis er gætt í öllum hlutum, s.s. gólfefnum, innihurðum og innréttingum svo dæmi sé tekið.
Hitaveita, varmaskiptar fyrir lokað gólfhitakerfi og neysluvatn. Snjóbræðsla í bílaplani og steyptum stéttum kringum húsið.
Eignin björt og öll hin glæsilegasta, vandaðar innréttingar og gólfefni.
Forstofa: Flísar á gólfi, góður þrefaldur fataskápur, hvíttuð eik.
Svefnherbergi 1: Rúmgott, ljóst parket á gólfi.
Þvottahús: Mjög rúmgott og afar vel hugsað fyrir vinnuplássi, stór grásprautuð innrétting með hvítum bekkjum, vaskur, pláss þvottavél og þurrkara í góðri vinnuhæð.
Hjónaherbergi: Afar rúmgott og vel búið, gott fataherbergi inn af herberginu.
Aðalbaðherbergi: Stórt, á gólfi og veggjum eru flísar, þar er mjög rúmgóð sturta með glervegg, baðkar, vegghengt salerni. Hvítsprautuð innétting með hvítri handlaug, hurð út á steypta verönd þar sem er heitur pottur.
Svefnherbergi 3: Ljóst eikarparket er parket á gólfi.
Stofa og eldhús: Mynda mjög skemmtilegt og opið rými, stofan er með afar heillandi útsýni og mjög rúmgóð, eldhús er með mjög stórri og vandaðri hvítsprautaðri innréttingu með eyju, þar eru örbylgjuofn, gufuofn og kaffikanna innbyggð í innréttingu. Á gólfi í stofu er ljós eik, í eldhúsi eru ljósar flísar á gólfi, bekkplötur á innréttingu og eyju eru úr harðplasti, gashelluborð og öflugur stállitur háfur.
Aukabaðherbergi: Er innréttað á sama hátt og hitt, flísar á gólfi og veggjum, hvít hreinlætistæki og innrétting, sturta með glervegg, handlaug og vegghengt salerni.
Við húsið er nýlegt gróðurhús sem er upphitað, upphituð stétt er hringinn í kringum húsið, hiti í bílastæðum, baka til við húsið er verönd með skjólveggjum, þar er heitur pottur.
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.