Stórglæsilegt einbýlishús í sveitasælunni, 5-10 mín. akstur frá Akureyri.
213,5m2 einbýlishús sem hefur verið mikið uppgert, m.a. nýtt baðherbergi, ný gólfefni, ný stór hurð út á nýja u.þ.b. 100m2 steypta verönd sem er nýelg, heitur pottur og góðir skjólveggir, einstakt útsýni.
Raflagnir hafa að mestu verið endurnýjaðar ásamt rafmagnstöflu. Frárennslislagnir haf verið endurnýjaðar og settur upp brunnur, heita- og kaldavatnsinntök hafa einnig verið endurnýjuð. Útidyrahurðir hafa verið endunýjaðar. Steyptar verandir eru þrjár, vestan, sunnan og austan megin, skjólveggir á öllum veröndum.
Gólfhiti er í öllum rýmum nema öðru baðherberginu sem ekki hefur verið endurnýjað nýlega.
Forstofa: Gráar flísar, fatahengi á vegg, hitastýring vegna gólfs í forstofu, hitastýring fyrir heitan pott og "blæðing" í verönd framan við húsið er þar.
Baðherbergi: Nýtt og glæsilegt baðherbergi er inn af forstofu með mjög stórri sturtu, stórar gráar flísar á gólfi og veggjum, hvítt vegghengt salerni, hvít innrétting, hvítur handklæðaofn.
Herbergi við hlið baðherbergis: Á gólfi er harðparket (hvíttuð eik).
Eldhús og stofa mynda afar skemmtilega heild sem afar rúmgott rými og þaðan er hægt að ganga út á um 100m2 steypta verönd með góðum skjólveggjum og heitum potti, stórfenglegt útsýni yfir Eyjafjörðinn er af pallinum, ný tvöföld útidyrahurð út á pallinn, hitalögn er í öllum pallinum en um helmingur hennar tengdur eins og er.
Stofa er mjög stór og með einstöku útsýni yfir nánast allann Eyjafjörðinn.
Inn af eldhúsi er annars vegar búr og hins vegar þvottahús og geymsla, hvoru tveggja með sérinngangi, flotað gólf án gólfefna á þessum rýmum, í þvottahúsi er nýleg hvít innrétting með grárri borðplötu, úr þvottahúsi er gengið út á steypta stétt, þar er hitalögn.
Elhdús er rúmgott, hvít innrétting sem er U-laga, ásamt efri og neðri skápum á gangstæðum vegg, hvítar borðplötur, keramikhelluborð, ofn og vifta sem tengd er út úr húsi.
Inn úr stofu er annars vegar rúmgott herbergi með lausum skáp, og hins vegar gangur, þar eru fjögur svefnherbergi, öll með sams konar parketi og er á nánast öllu húsinu, þrjú herbergi eru með skápum, tvö ekki.
Baðherbergi: Í ágætu ástandi en hefur ekki verið endurnýjað á llra síðustu árum, rúmgóð sturta með hlöðnum vegg, baðkar, ljósar flísar á veggjum, grænar flísar á gólfi, hvít sprautulökkuð innrétting, hvít hreinlætistæki, handlaug, salerni og baðkar.
Við enda gangs er gengið út á steypta verönd með skjólveggjum.
Eigninni fylgir 1045 fm lóð.
- Eigninni fylgir 1045 fm lóð.
- við endurbætur síðustu ára voru inntök fyrir heitt og kalt vatn endurnýjuð
- Rafmagn að talsverðu leyti endurnýjað
- ný rafmagnstafla
- Frárennslilagnir út í brunn endurnýjaðar.
- nýr u.þ.b.100m2 steyptur sólpallur vestan við húsið
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.