Óskað er eftir tilboði í eignina
Fallegt hús á mjög góðum stað í Ólafsfirði - möguleiki á að hafa tvær íbúðir!Fasteignasala Akureyrar sími 460-5151.
Aðalgata 11, Ólafsfirði.
Sjarmerandi og fallegt einbýlishús í miðbæ Ólafsfjarðar, tvær hæðir og ris, heildarstærð er 131,3m2.
Á jarðhæð eru þrjú svefnherbergi, forstofa og baðherbergi.
Á fyrstu hæð er stofa og eldhús.
Í risi eru þrjú svefnrými og baðherbergi.
Jarðhæð:
Forstofa: Þar eru flísar á gólfi og fatahengi, þrjú svefnherbergi með plastparketi á gólfi, baðherbergi er með baðkari, hvítar flísar á veggjum að hluta og ljósar flísar á gólfi, hvít innrétting með vaska.
Stiginn milli hæða er með eikarparketi.
Fyrsta hæð: Þar er stofa og eldhús, inn af eldhúsi er lítið búr. Eldhús er með viðarinnréttingu með eyju, ljósri borðplötu, ljósum flísum á milli efri og neðri skápa, á gólfi er plastparket.
Í búri er lítil innrétting með skolvaska, ljósar flísar eru á veggnum fyrir ofan vaskann, á gólfi er plastparket. Stofan er rúmgóð og björt, á gólfi er plastparket.
Önnur hæð skiptist í rúmgott svefnherbergi, tvö opin rými og baðherbergi með baðkari, ljósar flísar á veggjum að hluta og rauðbrúnar á gólfi, hvítt innrétting með vaska.
Nánari upplýsingar:
Jarðhæðin er steypt búið að endurnýja alla einangrun að innan og múra upp á nýtt.
Hæð og rís er úr timbri búið að skipta um klæðningu og einangrun.
Búið að skipta um járn á þaki og einangra upp á nýtt.
Rafmagn hefur verið endurnýjað og yfirfarið.
Lagnir eru allar nýlega endurnýjaðar
Gluggar og gler var skipt um þegar húsið var klætt á utan.
Bílaplan er norðan við húsið og þar er hiti í plani.
Svalir voru steyptar og flísalagðar með hitaþræði sem er ekki búið að tengja.
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.